Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur krækir í markvörð frá Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Esther Júlía Gustavsdóttir hefur samið við Val til tveggja ára. Esther er 19 ára markvörður sem varði mark ÍR í Lengjudeildinni í sumar.

Hún er uppalin í Keflavík en lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Grindavík í Lengjudeildinni sumarið 2021.

Hún kom svo á láni til ÍR fyrir tímabilið 2024 og varði mark liðsins í 14 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Það eru breytingar á markvarðateymi Vals á milli tímabila því Fanney Inga Birkisdóttir hélt til Häcken í vetur og Tinna Brá Magnúsdóttir var fengin til félagsins. Íris Dögg Gunnarsdóttir, varamarkvörður Vals í sumar, er með lausan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner