Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 05. febrúar 2025 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Dagur heim í ÍR (Staðfest) - Renato og Guðjón Máni framlengja
Lengjudeildin
Hákon Dagur.
Hákon Dagur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Máni og Renato.
Guðjón Máni og Renato.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar hafa fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni því þeir hafa fengið uppalinn leikmann aftur í sínar raðir. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig leyst stöðu kantmanns og framherja.

Hákon Dagur Matthíasson er mættur aftur frá Víkingi en hann skipti frá ÍR fyrir tímabilið 2022. Fyrstu tvö tímabilin lék hann með 2. flokki Víkings en á síðasta tímabili kom hann á láni til ÍR.

Hákon Dagur er fæddur árið 2005 og á að baki fjóra leiki fyrir U17 landsliðið. Á síðasta tímabili 20 leikjum með ÍR og skoraði tvö mörk. Hann skrifar undir samning við ÍR sem gildir út 2027.

Sóknarmaðurinn Guðjón Máni Magnússon (1998) hefur þá skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍR. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki, lék með Augnabliki 2018, Fjarðabyggð 2019-20 og Haukum 2021 áður en hann hélt í Breiðholtið. Hann spilaði í 16 keppnisleikjum síðasta sumar og skoraði átta mörk.

Miðjumaðurinn Renato Punyed (1995) hefur þá skrifað undir nýjan eins árs samning við ÍR. Hann er miðjumaður sem kom til ÍR fyrir tímabilið og skoraði þrjú mörk í Lengjudeildinni. Renato er yngri bróðir Pablo Punyed hjá Víkingi og hefur leikið á Íslandi síðan 2017. Hann kom fyrst til ÍBV en hefur einnig leikið með ÍR og Ægi.

ÍR endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra eftir að hafa verið spáð falli. Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari liðsins.



Komnir
Arnór Sölvi Harðarson frá ÍBV
Ívan Óli Santos frá Gróttu
Jónþór Atli Ingólfsson frá Augnabliki
Baldur Páll Sævarsson frá Víkingi R.
Sigurður Orri Ingimarsson frá Keflavík
Sigurður Karl Gunnarsson frá Árbæ
Mikael Trausti Viðarsson frá Fram

Farnir
Róbert Elís Hlynsson í KR
Bragi Karl Bjarkason í FH
Óliver Elís Hlynsson í Fram
Arnór Gauti Úlfarsson í Grindavík
Sæþór Ívan Viðarsson í Hött/Hugin
Marteinn Theodórsson
Gils Gíslason í FH (var á láni)

Samningslausir
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (2002)
Emil Nói Sigurhjartarson (2004)
Bergvin Fannar Helgason (2003)
Alexander Kostic (1992)
Stefán Þór Pálsson (1995)
Jordian Farahani (1990)
Kristján Daði Runólfsson (2005)
Athugasemdir
banner