Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Titringur hjá Atlético - „Haltu saman á þér þverrifunni"
Mynd: Getty Images
Joao Felix verður ekki í byrjunarliði Atlético Madríd gegn Real Madrid um helgina en einhver titringur virðist vera innan félagsins eftir 2-0 sigurinn á Villarreal um síðustu helgi.

Felix var keyptur til Atlético frá Benfica fyrir metfé árið 2019 eða ríflega 128 milljónir evra.

Það er mikið af hæfileikum í Felix en hann hefur þó aðeins skorað 19 mörk og lagt upp átta í 65 leikjum með liðinu. Meiðsli hafa vissulega haft áhrif á tíma hans hjá Atlético en það hefur þó reynst honum erfitt að réttlæta verðmiðann.

Hann kom inná fyrir Thomas Lemar í hálfleik í leiknum gegn Villarreal og skoraði svo annað mark liðsins. Hann öskraði svo að bekknum hjá Atlético „Haltu saman á þér þverrifunni," eftir að hann gerði markið.

Spænskir fjölmiðlar telja að hann hafi beint þessu að brasilíska vinstri bakverðinum Renan Lodi, sem hafði verið að pirra Felix með alls konar hrópum inn á völlinn en aðrir spekingar vilja þó meina að þessu hafi verið beint að argentínska þjálfaranum Diego Simeone.

Eitt er þó ljóst að Felix mun ekki byrja gegn Real Madrid í mikilvægum grannaslag en Atlético er á toppnum með 58 stig, fimm stigum meira en Barcelona sem er í öðru sæti og þá á Atlético leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner