Fótboltamaðurinn Arnar Bragi Bergsson, betur þekktur sem Bragi, tók þátt í Söngvakeppninni í gær. Bragi komst í úrslit með lagið sitt Sometimes the?World's Against You.
Bragi er íslenskur en hefur lengst af búið í Svíþjóð. Hann spilaði með ÍBV í Pepsi-deildinni 2013 og 2014 sem og Fylki síðari hluta sumars 2016.
Hann lék þá í Svíþjóð með GAIS, IK Oddevold og Utsikten en hann ólst upp hjá Gautaborg áður en hann kom til Íslands til þess að spila hér á landi.
Bragi spilaði síðast fyrir Västra Frölunda í Svíþjóð en hann greindi frá því í útsendingu RÚV frá Söngvakeppninni í gærkvöldi að hann hefði verið að æfa með Fylki upp á síðkastið.
„Ég fer kannski ekkert heim aftur, til Svíþjóðar. Kannski verð ég bara áfram," sagði Bragi í útsendingunni í gær og útilokaði ekki að spila hér á Íslandi í sumar.
Sjá einnig:
Hin hliðin - Arnar Bragi Bergsson
Athugasemdir