Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. apríl 2020 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Berbatov ráðleggur Werner að velja Bayern
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Þýski framherjinn, Timo Werner, hefur mikið verið orðaður við brottför frá RB Leipzig undanfarna mánuði.

Hann hefur einna helst verið orðaður við Liverpool og Bayern Munchen í heimalandinu.

Dimitar Berbatov fyrrum leikmaður Manchester United og Bayer Leverkusen ráðleggur Werner að ganga til liðs við Bayern Munchen.

„Á hverju tímabili eru þeir í Meistaradeildinni og í toppbaráttu í deildinni þar sem þeir eru oftar en ekki með yfirburði. Í hreinskilni sagt þá er þetta besti kosturinn fyrir Werner, hann þekkir deildina, þeir þekkja hann vel, hann yrði fljótur að aðlagast," sagði Berbatov.

„Eina sem gæti eitthvað truflað hann hjá Bayern er það að þar eru fyrir þeir Robert Lewandowski, Serge Gnabry, Kingsley Coman og svo gæti Leroy Sane verið þar líka, hann er orðaður við þá. Það yrði mikil samkeppni um sæti í liðinu."

„En eins og ég segi þá held ég að á þessum tímapunkti er það betri kostur fyrir hann að fara til Bayern heldur en til Englands þar sem það myndi örugglega taka hann lengri tíma að aðlagast," sagði Berbatov

„Ég held að þeir hjá Liverpool þurfi ekki að vera miður sín ef þeir missa af honum, þeir eru nú þegar með frábæra sóknarmenn," sagði Dimitar Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner