Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. apríl 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carra: Glórulaust að velja Trippier fram yfir Trent
Mynd: Getty Images
Frammistaða Trent Alexander-Arnold gegn Arsenal vakti mikla athygli og jákvætt umtal um hægri bakvörðinn sem hefur ekki átt frábært tímabil með Liverpool.

Trent var ekki í landsliðshópnum sem Gareth Southgate valdi í mars. Hörð barátta er um bakvarðarstöðuna. Kyle Walker, Kieran Trippier, Reece James, Trent og Aaron Wan-Bissaka gera allir tilkall en ósennilegt að fleiri en þrír af þeim verði valdir og jafnvel einungis tveir.

Gary Neville sagði í Monday Night Football að hann telji að Trent verði ekki valinn í sumar og að valið núna í mars hafi verið ákveðin yfirlýsing frá Southgate.

Neville segir að Southgate verði að geta horft í það hvort Trent færi liðinu nægilega mikið sóknarlega miðað við það sem hann gefur varnarlega. Neville treystir Southgate til þess og segir að mótherjar myndu velja að mæta Trent frekar en Walker eða James þar sem hann skilji eftir pláss fyrir aftan sig. Neville vildi ekki segja hverja hann myndi velja en hann heldur að Southgate muni ekki velja hann.

„Það er glórulaust að velja Kieran Trippier fram yfir Trent Alexander-Arnold," sagði Jamie Carragher um þetta mál.

Seinna í kvöld ætla þeir félagar að velja enska landsliðshópinn fyrir EM í sumar.

Athugasemdir
banner