Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 05. apríl 2021 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo skorað fjórum sinnum meira en næsti maður
Cristiano Ronaldo hefur vægast sagt verið lykilmaður í liði Juventus frá félagaskiptum sínum frá Real Madrid fyrir rétt tæpum þremur árum síðan.

Ronaldo, sem er 36 ára gamall, hefur skorað 76 mörk í Serie A frá komu sinni í deildina. Hann er markahæstur í deildinni á þeim tíma auk þess að hafa skorað fjórum sinnum meira en næstmarkahæsti leikmaður Juve.

Enginn leikmaður Juve hefur skorað meira en 18 mörk í Serie A frá komu Ronaldo til félagsins.

Það er sérstaklega merkileg tölfræði í ljósi þess að félagið hefur unnið ítölsku deildina síðustu níu ár. Þetta virðist vera fyrsta árið sem Juve missir af titlinum síðan 2011, en þetta er fyrsta árið sem Andrea Pirlo er við stjórn.

Auk þess að skora 76 mörk í efstu deild hefur Ronaldo gert 20 mörk í öðrum keppnum. Í heildina hefur Portúgalinn skorað 96 mörk í 124 leikjum með félaginu.


Athugasemdir
banner
banner