Dr. Football á X vekur athygli á því í kvöld að Nadía Atladóttir hafi rift samningi sínum við Víking en hún var samningsbundin félaginu út tímabilið 2025. Hún staðfesti svo tíðindin í kjölfarið þegar Fótbolti.net spurði út í stöðu mála.
Nadía var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili þegar það vann Lengjudeildina og varð bikarmeistari.
Nadía var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili þegar það vann Lengjudeildina og varð bikarmeistari.
Nadía er 24 ára sóknarmaður sem skoraði ellefu mörk í 23 leikjum með Víkingi á síðasta tímabili. Hún kom til félagsins fyrir tímabilið 2020 eftir að hafa áður leikið með Fjölni, FH og Haukum.
Besta deild kvenna hefst 21. apríl, eftir rúmlega tvær vikur. Það verður fróðlegt að sjá hvað Nadía gerir í framhaldinu.
Stórtíðindi úr Bestudeild kvenna 5 mínútum fyrir mót. Nadía Atladóttir, besti leikmaður Víkings hefur rift samningi sinum við bikarmeistarana. Strax kominn áhugi fra öðrum liðum í deildinni. pic.twitter.com/cjvmVKRUWi
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) April 5, 2024
Athugasemdir