banner
   fim 05. maí 2022 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu fagnaðarlætin hjá Frankfurt og Rangers
Mynd: EPA

Eintracht Frankfurt komst í sinn fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni síðan 1980 þegar liðið lagði West Ham að velli í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.


Frankfurt er fyrsta þýska félagið til að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar síðan Werder Bremen var þar 2009, en þá hét keppnin UEFA Cup.

Það brutust út skemmtileg fagnaðarlæti eftir lokaflautið á Waldstadion og sömuleiðis á Ibrox þar sem Rangers tryggði sér einnig farmiða í úrslitaleikinn sem fer fram í Sevilla á Spáni.

Rangers er fyrsta skoska félagið til að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar síðan 2008, þegar Rangers komst í úrslitaleik UEFA Cup einu ári á undan Werder Bremen.

Zenit vann úrslitaleikinn 2008 og Shakhtar 2009.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner