Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Werner hefði komið ef Klopp hefði viljað hann"
Timo Werner er á leið til Chelsea.
Timo Werner er á leið til Chelsea.
Mynd: Getty Images
John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki viss um að Liverpool hafi tapað baráttunni við Chelsea um þýska sóknarnamnninn Timo Werner.

Werner er á leið til Chelsea frá RB Leipzig eftir að hafa lengi vel verið sterklega orðaður við Liverpool.

Chelsea borgar 54 milljónir punda fyrir Werner, en Barnes telur að Jurgen Klopp hefði fengið sóknarmanninn, hefði hann viljað hann.

„Ef Jurgen Klopp hefði viljað hann, þá hefði hann fengið hann. Hann hefði krafist þess að veskið yrði opnað fyrir hann ef honum finnst hann þess virði. Ef honum finnst hann ekki þess virðist, hvaða ástæða sem er þar að baki, þá fáum við hann ekki," segir Barnes.

„Hefði Liverpool viljað hann, þá hefði hann farið til Liverpool frekar en til Chelsea."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner