San Marino vann sinn fyrsta keppnisleik í kvöld þegar liðið lagði Liechtenstein 1-0 í Þjóðadeildinni.
Síðasti sigur liðsins kom einmitt gegn Liechtenstein í vináttulandsleik fyrir 20 árum síðan.
Það er aðili á samfélagsmiðlinum X sem hefur haldið úti stuðningsmannasíðu San Marino síðan árið 2019 og hefur stutt vel við bakið á liðinu þrátt fyrir mjög erfiða tíma.
Eins og búast má við var gríðarlegur fögnuður eftir sigurinn í kvöld.
„Þeir skrifuðu söguna, þeir verða goðsagnir að eilífu, verða þekktir sem gullkynslóð San Marínó. Þeir gerðu eitthvað sem við gátum ekki gert í 20 ár, í 140 leikjum, á 12.600 mínútum af fótbolta, sigur, andskotans sigur," skrifaði aðdáendasíða San Marínó á X.
San Marino 1 - 0 Liechtenstein
1-0 Nicko Sensoli ('53 )
???????? SAN MARINO WIN A GAME FOR THE FIRST TIME IN 20+ YEARS & A COMPETITIVE MATCH FOR THE FIRST TIME EVER!!!
— The Sweeper (@SweeperPod) September 5, 2024
History is made as the worst team in the FIFA rankings (210th) finally end the longest winless run in international football history (140 games dating back to April 2004)!!! pic.twitter.com/xbB3M2WQUE
THEY WROTE HISTORY. THEY WILL BE REMEMBERED FOREVER AS LEGENDS, AS THE GOLDEN GENERATION OF SAMMARINESE FOOTBALL. THEY DID SOMETHING WE COULDN’T DO IN 20 YEARS, IN 140 GAMES, IN 12.600+ MINUTES OF FOOTBALL. A WIN, A FUCKING WIN.
— San Marino fan account (@SanMarino_FA) September 5, 2024
THEY DID IT. THE FIRST EVER COMPETITIVE WIN, NO ONE CAN TAKE THAT AWAY FOR SAN MARINO. TODAY SAN MARINO WROTE FOOTBALL HISTORY. THANK YOU SENSOLI, THANK YOU SAN MARINO. FORZA TITANI.
— San Marino fan account (@SanMarino_FA) September 5, 2024