Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 05. október 2020 13:54
Elvar Geir Magnússon
Reece James kallaður inn í enska landsliðið vegna meiðsla Sterling
Raheem Sterling hefur þurft að draga sig úr enska landsliðiðshópnum vegna meiðsla.

Þessi sóknarleikmaður meiddist í 1-1 jafntefli Manchester City gegn Leeds á laugardag.

Bakvörðurinn Reece James hjá Chelsea hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Englands en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í A-landsliðið.

England er að fara að mæta Wales í vináttulandsleik á fimmtudag og leikur svo gegn Belgíu og Dammörku í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner