Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 05. október 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Walcott kominn aftur til Southampton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Southampton er búið að næla sér í Theo Walcott á eins árs samning frá Everton. Walcott kemur að láni en verður samningslaus eftir tímabilið.

Walcott er að snúa aftur til uppeldisfélagsins en hann var ellefu ára gamall þegar hann gekk fyrst í raðir Southampton.

Walcott spilaði næstum 400 leiki á tíma sínum hjá Arsenal og á 47 landsleiki að baki fyrir England. Hann hefur spilað 85 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Everton.

Það verður áhugavert að sjá hvar Walcott mun passa inn í leikskipulagið hjá Southampton en hann getur bæði leikið á hægri kanti og í fremstu víglínu.

Hann er 31 árs gamall og hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner