Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. október 2022 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Magnaður endurkomusigur Víkinga á Val - Varamennirnir gerðu gæfumuninn
Danijel Dejan Djuric skoraði tvö fyrir Víkinga eftir að hafa komið inná
Danijel Dejan Djuric skoraði tvö fyrir Víkinga eftir að hafa komið inná
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen skoraði jöfnunarmark Víkinga
Nikolaj Hansen skoraði jöfnunarmark Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 3 - 2 Valur
0-1 Jesper Juelsgård ('29 )
0-2 Birkir Heimisson ('45 )
1-2 Danijel Dejan Djuric ('70 )
2-2 Nikolaj Andreas Hansen ('84 )
3-2 Danijel Dejan Djuric ('86 )
Lestu um leikinn

Víkingur vann frábæran 3-2 sigur á Val í efri hlutanum í Bestu deild karla á Víkingsvelli í kvöld en meistararnir lentu tveimur mörkum undir í leiknum.

Valsmenn tóku forystuna á 29. mínútu. Aron Jóhannsson fékk góðan tíma í að koma með frábæra fyrirgjöf á Jesper Juelsgård sem skoraði með laglegu hægri fótar skoti sem Ingvar Jónsson átti ekki möguleika á að verja.

Gestirnir héldu áfram að sækja á Víkinga og kom annað markið undir lok fyrri hálfleiksins. Oliver Ekroth, varnarmaður Víkinga, gerði sig sekan um slæm mistök. Birkir Heimisson pressaði hann með hjálp frá Aroni, vann boltann og lét síðan vaða á markið. Boltinn fór í gegnum Júlíus Magnússon og framhjá Ingvari og í netið.

Arnar Gunnlaugsson gerði fjórfalda skiptingu á liði Víkings á 61. mínútu og er alveg óhætt að segja að það hafi gengið fullkomlega upp.

Danijel Dejan Djuric, sem var einn af þessum fjórum sem komu inná, minnkaði muninn á 70. mínútu. Víkingar spiluðu vel sín á milli áður en Pablo Punyed lagði boltann á Danijel og hann átti góða rispu áður en hann hamraði boltanum í netið.

Erlingur Agnarsson kom sér í dauðafæri nokkrum mínútum síðar en skaut boltanum hárfínt framhjá. Það kom ekki að sök að þessu sinni því á 84. mínútu jafnaði Nikolaj Hansen metin. Arnór Borg Guðjohnsen lagði boltann inn í teiginn á Nikolaj sem skoraði af stuttu færi.

Tveimur mínútum síðar fullkomnaði Danijel endurkomu Víkinga með þriðja markinu. Hann fór illa með Heiðar Ægisson hægra megin áður en hann skaut boltanum í gegnum klofið á Hólmari Erni Eyjólfssyni og í netið.

Stórkostlegur sigur Víkinga sem eru nú með 46 stig í öðru sæti deildarinnar en Valur er í 4. sætinu með 32 stig og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner