Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 05. október 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halli og Bói áfram með Keflavík - Diaw á förum
Lengjudeildin
Á móti sól.
Á móti sól.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mamadou Diaw.
Mamadou Diaw.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keflavík tapaði í úrlsitaleik umspilsins í Lengjudeildinni og verður því áfram í næstefstu deild á næsta tímabil.

Fótbolti.net ræddi við þjálfara liðsins, Harald Frey Guðmundsson, um leikmannamál í gær en níu leikmenn meistaraflokks karla verða samningslausir í lok árs.

Heyrst hefur að þeir Sami Kamel og Oleksii Kovtun verði ekki áfram en Halli, eins og Haraldur er oft kallaður, vildi ekki staðfesta það.

„Það er ekkert komið á hreint í neinu nema ég get staðfest að Mamadou Diaw verður ekki áfram. Við erum búnir að taka þennan árlega fund um framhaldið, það er búið að bjóða ákveðnum leikmönnum áframhaldandi samning. Svo verður að koma í ljós á næstu dögum hvernig það þróast. Það er ekki komið á hreint með neinn annan en Mamadou," segir Halli.

Diaw er 23 ára senegalskur kantmaður sem skoraði eitt mark í 17 leikjum með Keflavík í sumar. Hann kom frá Álasundi síðasta vetur og skrifaði undir tveggja ára samning.

Var einhver spurning hvort að þú og Bói yrðuð áfram með liðið?

„Nei, aldrei í okkar huga. Nú er bara smá frí og svo byrjum við að æfa í nóvember. Við ætlum að búa til öflugt lið og reyna fara upp á næsta ári," segir þjálfarinn.

Bói er Hólmar Örn Rúnarsson og var hann aðstoðarþjálfari Halla í sumar.
Athugasemdir
banner
banner