Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. nóvember 2020 13:54
Elvar Geir Magnússon
Einar Karl í Stjörnuna (Staðfest)
Einar Karl er búinn að skrifa undir hjá Stjörnunni.
Einar Karl er búinn að skrifa undir hjá Stjörnunni.
Mynd: Stjarnan
Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur yfirgefið Íslandsmeistara Vals og gengið í raðir Stjörnunnar. Garðabæjarfélagið tilkynnti þetta í dag.

Einar Karl er 27 ára og lék fjórtán af átján leikjum Vals í Pepsi Max-deildinni í sumar, langflesta sem varamaður.

„Einar er fjölhæfur og útsjónarsamur leikmaður sem við vitum að mun gera frábæra hluti í Garðabænum," segir í tilkynningu Stjörnunnar en hana má sjá í heild hér að neðan.

Stjarnan hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar á liðnu tímabili.

Tilkynning Stjörnunnar:
VELKOMINN EINAR KARL INGVARSSON!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum náð samkomulagi við Einar Karl Ingvarsson um að leika með liðinu næstu þrjú árin.

Einar Karl er miðjumaður sem hefur leikið með Val síðan 2015 þar sem hann lék 107 leiki fyrir félagið.

Einar er fjölhæfur og útsjónarsamur leikmaður sem við vitum að mun gera frábæra hluti í Garðabænum. Knattspyrnudeild bindur miklar vonir við Einar sem hefur mikinn metnað sjálfur og hlökkum við mikið til þess að fylgjast með honum í bláu treyjunni!

Skíni Stjarnan!

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner