Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 05. desember 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Bellingham verður besti miðjumaður heims"
Jude Bellingham og Phil Foden
Jude Bellingham og Phil Foden
Mynd: EPA
Phil Foden, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, hefur miklar mætur á Jude Bellingham, liðsfélaga sínum í enska landsliðinu, en hann segir að hann eigi eftir að verða besti miðjumaður heims á næstu árum.

Bellingham, sem er 19 ára gamall, er að eiga stórkostlegt mót með Englendingum en hann var besti maður liðsins er Englendingar tryggðu sig í 8-liða úrslit HM í gær.

Þessi öflugi miðjumaður lagði upp fyrsta mark leiksins og átti stóran þátt í öðru markinu en Foden er sannfærður um að Bellingham eigi eftir að verða besti miðjumaður heims.

„Ég vil ekki vera að peppa Jude Bellingham of mikið því hann er enn ungur en hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef augum barið,“ sagði Foden við ITV.

„Ég sé ekki veikleika í spilamennsku hans. Hann er með allt og mun verða besti miðjumaður heims. Það er klárt,“ sagði Foden.

Bellingham er á mála hjá Borussia Dortmund en er orðaður við Liverpool. Manchester City og Real Madrid.
HM hringborðið - Hey Jude og töframáttur Messi og Mbappe
Athugasemdir
banner