Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford verðmætasti fótboltamaður í heimi
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, kantmaður Manchester United, er verðmætasti fótboltamaður í fimm stærstu deildum heims samkvæmt lista CIES Football Observatory.

Þessi listi er tekinn saman ár hvert og er Rashford á toppnum þetta árið. Það sem skiptir máli þegar listinn er tekinn saman er meðal annars geta leikmanna, frammistaða, aldur, lengd á samningi auk það hversu ríkt núverandi félag leikmannsins er og hversu góðum árangri það hefur verið að ná.

Hinn 23 ára gamli Rashford er metinn á 165 milljónir evra, en hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Man Utd með möguleika á einu ár til viðbótar.

Erling Haaland, sóknarmaður Borussia Dortmund, og Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, koma í öðru og þriðja sæti.

Kylian Mbappe, sem var á toppi listans í fyrra, er núna í fimmta sæti þar sem hann á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum.

Lionel Messi er 97. sæti og Cristiano Ronaldo kemst ekki á topp 100. Messi, sem er 33 ára, er metinn á 48,9 milljónir punda og Ronaldo, sem er 35 ára, er metinn á rúmar 42 milljónir punda.

Listann má skoða í heild sinni hérna

Rashford verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester United mætir Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins. Byrjunarliðin fyrir þann leik munu koma inn á síðuna eftir nokkrar mínútur, en leikurinn hefst klukkan 19:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner