fim 06. janúar 2022 12:52
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang fékk Covid í Dubai
Mynd: Getty Images
Óvissa ríkir um það hversu mörgum leikjum sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang nær með Gabon í Afríkukeppninni. Hann greindist með Covid eftir að liðið lenti í Kamerún.

Þessi 32 ára leikmaður er fyrirliði Gabon. Hann missti fyrirliðabandið hjá Arsenal og hefur verið úti í kuldanum hjá enska félaginu vegna agabrota.

Aubameyang var að skemmta sér með liðsfélögum sínum í Dubai áður en haldið var til Kamerún, þar sem Afríkukeppnin fer fram.

Gabon á að mæta Kómoreyjum í fyrsta leik sínum á mótinu á mánudaginn og leikur svo gegn Gana og Marokkó.

Aubameyang er markahæsti leikmaður í sögu Gabon en hann gæti misst af einum eða fleiri leikjum í Afríkukeppninni.

Uppfært: Tveir aðrir í herbúðum Gabon greindust einnig með veiruna: Mario Lemina, miðjumaður Nice, og aðstoðarþjálfarinn Anicet Yala.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner