Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. febrúar 2021 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Það á ekki að líta á okkur sem titilbaráttulið
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var skiljanlega svekktur eftir 3-3 jafntefli við Everton á heimavelli í kvöld.

Man Utd leiddi 2-0 í hálfleik en Everton jafnaði í 2-2 snemma í síðari hálfleik. Man Utd tók aftur forystuna en Everton jafnaði svo á síðustu stundu leiksins.

„Við spiluðum góðan fótbolta í seinni hálfleik en fengum á okkur þrjú mörk úr þremur skotum á markið. Það eru mikil vonbrigði þegar það gerist," sagði Solskjær.

„Við brugðumst vel við eftir mörkin þeirra en þegar fjórum mínútum er bætt við þá hefðum við þurft að fara með boltann út í horn og landa sigrinum. Þetta eru vond mörk að fá á sig. Ég kenni engum um mörkin en við vitum að við áttum að gera betur sem lið í þeim öllum."

„James og Richarlison reyndust okkur erfiðir í fyrri hálfleik og við áttum ekki skilið að vera 2-0 yfir í hálfleik þrátt fyrir að þetta hafi verið frábær mörk. Við hefðum átt að ganga frá leiknum með fjórða markinu."

„Úrslitin ráða skapinu. Síðasta spyrna leiksins verður til þess að við förum mjög vonsviknir heim. Við töpuðum tveimur stigum á löngum bolta fram völinn sem við hefðum átt að verjast betur."

„Það á ekki að líta okkur sem titilbaráttulið. Við höfum bætt okkur sem lið og við sjáum hvar við endum. Við verðum að hætta að fá á okkur auðveld mörk," sagði Solskjær en Man Utd er í öðru sæti, tveimur stigum frá Manchester City, sem á tvo leiki til góða á United.
Athugasemdir
banner
banner