Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Annar erfiður gluggi framundan hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Nær United að losa Rashford til frambúðar?
Nær United að losa Rashford til frambúðar?
Mynd: Getty Images
Það gæti orðið annar erfiður gluggi framundan hjá Manchester United í sumar þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. Félagið hefur lítið svigrúm til að fá inn nýja leikmenn fyrir Ruben Amorim, nema ef félagið selur leikmenn frá sér.

PSR reglurnar (nýju Financial Fair Play reglurnar) ýta undir það að félög séu hagkvæmari í rekstri, að þau geti ekki sett endalausan pening í leikmannakaup án þess að selja neitt á móti. Vandamálið hjá United er ekki það að Sir Jim Ratcliffe og INEOS eigi ekki peninginn til, það er ekki staðan, heldur sú staðreynd að félagið hefur eytt háum upphæðum að undanförnu án þess að selja mikið á móti.

United keypti Patrick Dorgu frá Lecce og Ayden Heaven frá Arsenal á tæplega 27 milljónir punda samanlagt í janúar. Þó að Antony og Marcus Rashford hafi verið lánaðir í burtu, og með því verið að spara talsvert í launakostnaði, þá var ekki hægt að fá inn mann til að styrkja sóknarlínuna.

Það var heldur ekki möguleiki á því að fá inn mann í staðinn fyrir Lisandro Martínez sem verður frá stærstan hluta ársins eftir að hafa slitið krossband í tapleik United gegn Crystal Palace.

Það sem gæti opnað á einhverja möguleika fyrir United að sækja leikmenn í sumar væri sala á Marcus Rashford en sú sala myndi færa félaginu hreinan 100% hagnað þar sem hann er uppalinn hjá United. Það yrði einnig talsverður sparnaður að losna við hann alfarið af launaskránni. Aston Villa er sagt geta keypt Rashford á 40 milljónir punda.

Aðrir leikmenn sem hafa verið orðaðir í burtu eru þeir Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho sem félagið setur háan verðmiða á en gæti verið opið til að selja til þess að geta gert eitthvað á markaðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner