Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
banner
   fim 06. febrúar 2025 22:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Daníel Hafsteins skoraði í sigri Víkings - Tíu mörk á Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keppni í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins hófst í kvöld þegar Víkingur fékk HK í heimsókn.

Þetta var fyrsti sigur Víkinga á heimavellinum eftir að Sölvi Geir Ottesen var ráðinn aðalþjálfari en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni sem var ráðinn landsliðsþjálfari.

Staðan var markalaus í hálfleik en Daníel Hafsteinsson, sem gekk til liðs við Víking frá KA í vetur, kom liðinu yfir eftir rúmlega klukkutíma leik.

Aðeins tveimur mínútum síðar bætti Danijel Dejan Djuric við öðru markinu og tryggði liðinu sigurinn.

Það var síðan boðið upp á markaveislu á Selfossi í riðli fjögur þegar heimamenn fengu Leikni í heimsókn. Leiknum lauk með 5-5 jafntefli en Frosti Brynjólfsson skoraði þrennu fyrir heimamenn og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu fyrir gestina.

Víkingur R. 2 - 0 HK
1-0 Daníel Hafsteinsson ('65 )
2-0 Danijel Dejan Djuric ('67 )

Selfoss 5 - 5 Leiknir R.
1-0 Frosti Brynjólfsson ('17 )
2-0 Frosti Brynjólfsson ('22 )
2-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('29 )
2-2 Sindri Björnsson ('41 )
2-3 Karan Gurung ('43 )
3-3 Frosti Brynjólfsson ('48 )
3-4 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('51 )
4-4 Brynjar Bergsson ('68 )
4-5 Shkelzen Veseli ('77 )
5-5 Daði Kolviður Einarsson ('90 )
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
2.    Afturelding 0 0 0 0 0 - 0 0 0
3.    FH 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    ÍR 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    Þór 0 0 0 0 0 - 0 0 0
6.    HK 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KR 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
2.    Leiknir R. 1 0 1 0 5 - 5 0 1
3.    Selfoss 1 0 1 0 5 - 5 0 1
4.    ÍBV 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    Stjarnan 0 0 0 0 0 - 0 0 0
6.    Keflavík 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
Athugasemdir
banner