Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. mars 2021 19:36
Victor Pálsson
Myndband: Átti Arsenal að fá vítaspyrnu? - „Ótrúlegt að VAR hafi ekki náð þessu rétt"
Mynd: Getty Images
Arsenal var mögulega óheppið að fá ekki vítaspyrnu í dag er liðið spilaði við Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Atvikið átti sér stað í seinni hálfleik en boltinn fór þá í hönd Eric Pieters hjá Burnley sem var í baráttunni við Nicolas Pepe.

VAR ákvað í fyrstu að dæma vítaspyrnu fyrir Arsenal en ákvörðunin var síðar tekin til baka.

Margir hafa kvartað yfir þessari ákvörðun og þar á meðal Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sem sagði að um víti hafi verið að ræða eftir leik.

Joe Cole, sérfræðingur BT Sport, var á sama máli og segir ótrúlegt að Arsenal hafi ekki fengið vítaspyrnuna.

„Það er í raun ótrúlegt að VAR hafi ekki náð þessu rétt. Þetta er augljóst víti að mínu mati," sagði Cole.

Leiknum lauk að lokum með 1-1 jafntefli og hefði vítaspyrnan því verið kærkomin fyrir gestaliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner