Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. apríl 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Zico talaði við Neymar og sagði honum að vera faglegri
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Það efast enginn um hæfileikana hjá Brasilíumanninum Neymar en þessi leikmaður PSG hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki alltaf með hugann við fótboltann.

Zico, fyrrum landsliðsmaður Brasilíu, segir að Neymar þurfi að sýna betri hegðun.

„Ég er mjög hrifinn af Ney. Hann hefur magnaða hæfileika," segir Zico sem lék á þremur heimsmeistaramótum með Brasilíu.

„Ég talaði við hann nýlega og sagði honum að vera faglegri. Hann er 28 ára og PSG er með frábært lið. Þeir geta unnið Meistaradeildina en þá þarf hann að spila vel."

„Hann þarf að sýna fagmennsku eins og Ronaldo og Messi, þeir lifa fyrir fótboltann. Það eru of margir aðrir hlutir sem eru að trufla Ney."
Athugasemdir
banner
banner
banner