Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. maí 2021 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois heldur með Chelsea í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois og Eden Hazard voru í byrjunarliði Real Madrid í gærkvöldi og heimsóttu sína fyrrum liðsfélaga í Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Chelsea stjórnaði leiknum og vann verðskuldaðan sigur. Það er mikil dramatík í Madríd eftir leikinn þar sem stuðningsmenn eru ósáttir með hegðun Hazard að leikslokum. Hazard var þá myndaður hlæjandi með leikmönnum Chelsea.

Courtois var fenginn í viðtal að leikslokum og sagðist hann halda með Chelsea í úrslitaleiknum.

„Chelsea er frábært lið og ég átti stórkostleg ár hérna. Auðvitað langaði mig að vinna þennan leik en það hafðist ekki. Ég mun styðja Chelsea í úrslitaleiknum," sagði Courtois. Það er spurning hvort stuðningsmenn Real taki illa í þessi ummæli.
Athugasemdir
banner
banner