Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2022 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Lár enn í kuldanum - „Á ég að svara þeirri spurningu?"
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson hefur ekki enn spilað mínútu með Val í sumar. Hann var áfram utan hóps þegar liðið heimsótti FH í Bestu deildinni í kvöld.

Hann er þrítugur kantmaður sem hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari sem leikmaður Vals en þar hefur hann verið frá árinu 2013. Sigurður kom við sögu í 21 deildarleik í fyrra og skoraði fimm mörk þegar Valur endaði í fimmta sæti í deildinni.

Sigurður Egill virðist ekki vera inn í myndinni hjá Val akkúrat núna. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður út í það hvort leikmaðurinn væri ekki pirraður á þessari stöðu.

„Á ég að svara þeirri spurningu? Þú verður að spyrja hann að því," sagði Heimir.

Kantmaðurinn öflugi hefur verið orðaður við önnur félög, þar á meðal FH. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir hins vegar Sigurður Egill sé ekki á leið til félagsins.

Gæti hann komið í FH? „Nei," sagði Ólafur.
Óli Jó: Ég verð að heilsa Orra hérna
Heimir Guðjóns: Það minnti á gamla og góða tíma
Athugasemdir
banner
banner