Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 06. maí 2024 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Fram sendi frá sér alvöru yfirlýsingu - Murielle gerði fyrstu þrennuna
Murielle Tiernan og Alda Ólafsdóttir eru svakalegt sóknardúó
Murielle Tiernan og Alda Ólafsdóttir eru svakalegt sóknardúó
Mynd: Toggi Pop
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍA byrjar á sigri
ÍA byrjar á sigri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fram ætlar sér stóra hluti í Lengjudeild kvenna þetta árið en liðið sendi frá sér svakalega yfirlýsingu strax í fyrstu umferð með því að kjöldraga ÍR, 8-2, á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Nýliðar ÍA unnu á meðan nauman 1-0 sigur á Grindavík í Akraneshöllinni.

Framkonur byrjuðu betur og reyndi ágætlega á Margréti Ósk Borgþórsdóttur í marki ÍR-inga. Það var því högg fyrir Fram er liðið lenti undir á 6. mínútu.

Lovísa Guðrún Einarsdóttir nýtti sér klaufagang í vörn Framara og skoraði.

Eftir það var leikurinn alger eign Fram. Alda Ólafsdóttir skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili. Á síðasta ári skoraði hún 33 mörk í 2. deildinni með Fjölni og ætlar að taka upp þráðin þar sem frá var horfið.

Emma Björt Arnardóttir gerði þriðja markið á 28. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu. Hornspyrnan var tekin stutt og boltinn síðan út á Emmu sem kom á ferðinni og skoraði.

Næst var röðin komin að Murielle Tiernan. Sú hefur reynst mikill fengur fyrir Framara, en hún, eins og Alda, gerði tvö mörk á tveimur mínútum. Í fyrra markinu dansaði hún fram hjá Margréti í markinu og skoraði, og það síðara úr þröngu skotfæri.

Murielle fullkomnaði þrennuna í upphafi síðari hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu. Fyrsta þrenna tímabilsins í Lengjudeildinni.

Berta Sóley Sigtryggsdóttir skoraði sárabótarmark fyrir ÍR-inga á 69. mínútu eftir undirbúning frá Lovísu. Berta kláraði afskaplega vel yfir Liliönnu Marie Berg í markinu.

Sjö mínútum fyrir leikslok kom sjöunda mark Framara. Írena Björk Gestsdóttir átti skot langt utan af velli sem Margrét missti inn í markið.

Margrét var að eiga erfiðan dag í marki ÍR en hún fékk annað klaufalegt mark á sig undir lokin. Emma Björt átti þá skot af löngu færi sem fór í slánna, í bakið á Margréti og inn í markið.

Stórkostleg frammistaða hjá Fram í dag og liðið komið á toppinn í Lengjudeildinni. Alvöru yfirlýsing. Það er gaman að vera í Fram í dag.

Erna Björt hetja ÍA

Skagakonur byrja tímabilið á 1-0 sigri á Grindavík en leikurinn var spilaður innandyra, í Akraneshöllinni, í kvöld.

Erna Björt Elíasdóttir skoraði eina mark Skagaliðsins á 43. mínútu leiksins.

ÍA er nýliði í deildinni í ár eftir að hafa hafnað í 2. sæti 2. deild á síðasta ári.

Úrslit og markaskorarar:

Fram 8 - 2 ÍR
0-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('6 )
1-1 Alda Ólafsdóttir ('18 )
2-1 Alda Ólafsdóttir ('20 )
3-1 Emma Björt Arnarsdóttir ('28 )
4-1 Murielle Tiernan ('36 )
5-1 Murielle Tiernan ('38 )
6-1 Murielle Tiernan ('51 )
6-2 Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('69 )
7-2 Írena Björk Gestsdóttir ('83 )
8-2 Margrét Ósk Borgþórsdóttir ('90 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

ÍA 1 - 0 Grindavík
1-0 Erna Björt Elíasdóttir ('43 )
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 11 9 1 1 40 - 18 +22 28
2.    Afturelding 12 6 3 3 18 - 13 +5 21
3.    ÍBV 12 6 1 5 21 - 18 +3 19
4.    Grótta 12 5 4 3 18 - 16 +2 19
5.    HK 11 5 2 4 24 - 15 +9 17
6.    Fram 12 4 4 4 24 - 21 +3 16
7.    ÍA 12 5 1 6 18 - 22 -4 16
8.    Grindavík 12 4 2 6 13 - 18 -5 14
9.    Selfoss 12 2 4 6 11 - 18 -7 10
10.    ÍR 12 1 2 9 10 - 38 -28 5
Athugasemdir
banner
banner
banner