Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. júní 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti markvörður sem komið hefur til Íslands?
Kaylan Marckese þykir mjög öflug.
Kaylan Marckese þykir mjög öflug.
Mynd: Selfoss
Knattspyrnudeild Selfoss samdi í vetur við bandaríska markvörðinn Kaylan Marckese og mun hún leika með bikarmeisturunum í sumar.

Marckese er 22 ára gömul og lék með öflugu liði University of Florida í háskólaboltanum 2015-2018, þar sem hún spilaði 78 leiki og hélt hreinu í 29 þeirra, sem er skólamet.

Marckese á að baki landsleiki fyrir U18, U19 og U23 ára lið Bandaríkjanna.

Hún þykir gríðarlega öflug eins og talað var um í nýjasta þættinum af Heimavellinum.

„Markvörðurinn hjá Selfossi á að vera eitthvað 'next-level' góð. Sumir segja að hún sé besti markvörður sem komið hefur til Íslands," sagði Aníta Lísa Svansdóttir, sem er í þjálfarateymi KR, en hún fór yfir stöðuna með þeim Huldu Mýrdal og Mist Rúnarsdóttur.

Þáttinn má í heild sinni hlusta á hér að neðan.
Heimavöllurinn - Lengjuspáin 2020
Athugasemdir
banner
banner