Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. júní 2022 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ýmislegt jákvætt en biðin langa heldur áfram
Jón Dagur jafnaði metin.
Jón Dagur jafnaði metin.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 1 - 1 Albanía
0-1 Taulant Seferi ('30 )
1-1 Jón Dagur Þorsteinsson ('49 )
Lestu um leikinn

Enn bíður Ísland eftir því að vinna sigur á fleiri þjóðum en Færeyjum og Liechtenstein í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar.

Í kvöld mættum við Albaníu á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni og var niðurstaðan þar var jafntefli - líkt og gegn Ísrael síðasta fimmtudag.

Albanir voru sterkari aðilinn seinni hlutann í fyrri hálfleik og þeir komust yfir eftir hálftíma leik. Amir Abrashi komst í skotfæri og átti skot sem Rúnar Alex Rúnarsson varði beint fyrir fætur Taulant Seferi sem skoraði fyrsta markið.

Íslenska liðið fékk sín tækifæri í fyrri hálfleiknum en þótti samt sem áður frekar varnarsinnað í sínu uppleggi.

Það var farið vel yfir málin í hálfleik og eftir fjórar mínútur í seinni hálfleiknum jafnaði Jón Dagur Þorsteinsson eftir klafst í teignum. Andri Lucas Guðjohnsen gerði vel í aðdraganda marksins og átti sinn þátt í því.

Það dró af gestunum í seinni hálfleik og fengum við margar góðar stöður til að búa eitthvað mjög gott til, en það vantaði herslumuninn og því náðum við ekki að skapa okkur nægilega góð færi. Lokatölur 1-1 í þessum leik.

Ísland byrjar Þjóðadeildina á tveimur jafnteflum og nokkur jákvæð teikn á lofti, en við bíðum enn eftir sigri sem er ekki gegn Færeyjum eða Liechtenstein. Við höfum ekki unnið sigur gegn öðrum þjóðum en það frá því núverandi þjálfari liðsins tók við. Síðan þá hefur auðvitað margt gerst og erfiðar aðstæður komið upp.

Næsti leikur okkar manna er vináttulandsleikur gegn San Marínó og þar ættum við að geta unnið sigur þó það verði nú ekki mikið merkilegra en sigrar gegn Færeyjum og Liechtenstein.
Athugasemdir
banner
banner
banner