Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick reyndi að fá Felix til Bayern - Vill halda honum ásamt Cancelo
Mynd: Getty Images
Barcelona er að reyna allt til að halda Portúgölunum Joao Felix og Joao Cancelo hjá félaginu.

Felix er á láni frá Atletico Madrid og Cancelo frá Man City. Samband þeirra beggja við stjóra liðanna er ekki gott en Joan Laporte forseti félagsins sagði í hlaðvarpsþættinum Barca One að Deco sé að vinna í því að halda þeim.

Laporta greindi einnig frá því að Hansi Flick, nýráðinn stjóri Barcelona, sé mjög hrifinn af þeim.

„Flick telur að þeir séu hágæða leikmenn og þegar hann þjálfaði Bayern reyndi hann að fá Joao Felix," sagði Laporta.


Athugasemdir
banner
banner
banner