Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. júlí 2022 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Sebastien Haller til Borussia Dortmund (Staðfest)
Sebastien Haller gerði fjögurra ára samning við Dortmund
Sebastien Haller gerði fjögurra ára samning við Dortmund
Mynd: Heimasíða Borussia Dortmund
Fílabeinsstrendingurinn Sebastien Haller skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við þýska félagið Borussia Dortmund en hann kemur frá Ajax í Hollandi.

Dortmund seldi norska framherjann Erling Braut Haaland til Manchester City í síðasta mánuði fyrir 51 milljón pund og fór því þýska félagið beint í það að finna arftaka hans.

Haller, sem er 28 ára gamall, var efstur á blaði hjá Dortmund, en félagið hefur nú fest kaup á honum frá Ajax.

Dortmund greiðir Ajax 27 milljónir punda og þá fær hollenska félagið þrjár milljónir ofan á það ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Haller skrifaði undir fjögurra ára samning við Dortmund en þetta er áttundi leikmaðurinn sem félagið fær í glugganum.

Fílabeinsstrendingurinn var magnaður á þessum tveimur tímabilum með Ajax þar sem hann skoraði 47 mörk í 66 leikjum og lagði þá upp 16 mörk.


Athugasemdir
banner
banner