Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 06. október 2019 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Tierney: Arsenal á skilið að vera í Meistaradeildinni
Kieran Tierney lék allan leikinn í vörn Arsenal sem sigraði Standard Liege örugglega í Evrópudeildinni á fimmutdaginn, 4-0.

Tierney er ákveðinn í því að gera allt sem hann getur til að tryggja það að Arsenal muni spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Arsenal er risastórt félag sem á skilið að vera í Meistaradeildinni."

„Við vitum hvert við stefnum og það vita stuðningsmennirnir líka, við erum í þessu saman og ætlum að ná markmiðinu," sagði Tierney um Meistaradeildarsætið.

Arsenal tekur á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Athugasemdir
banner