Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. október 2022 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes: Þurfum að skora fleiri mörk
Mynd: EPA

West Ham vann 1-0 sigur á Anderlecht í Evrópudeildinni í kvöld. Liðið hefur farið hægt af stað í úrvalsdeildinni en David Moyes stjóri liðsins trúir því að liðið sé að komast á beinu brautina.


„Við viljum komast í gang, mér finnst leikmennirnir vera sína merki um að þeir séu að komast í form. Við erum að skora 1-2 mörk en mér finnst við þurfa að skora fleiri mörk en að halda hreinu og vinna er alltaf gott," sagði Moyes í samtali við heimasíðu West Ham eftir leikinn í kvöld.

West Ham var í færunum áður en Gianluca Scamacca kom inn á af bekknum og skoraði sigurmarkið.

,Anderlecht var ekki búið að fá á sig mark í riðlakeppninni svo þetta var alltaf að fara verða tæpt. Við klikkuðum á slatta af færum sem hræddi okkur en við áttum sigurinn skilið heilt yfir," sagði Moyes.

„Það vinnur enginn stórsigra í þessari keppni. Það er mikil samkeppni í fótboltanum í Evrópu og það var annar erfiður leikur í kvöld."


Athugasemdir
banner
banner