Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. desember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Allegri snýr ekki strax aftur - Er að læra ensku
 Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, fyrrum þjálfari Juventus, ætlar ekki að snúa aftur í fótboltann fyrr en næsta sumar. Allegri er á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Arsenal.

Eftir 18 ár sem leikmaður og 16 ár sem þjálfari ákvað Allegri síðastliðið sumar að taka sér góða pásu frá fótboltanum.

„Ég er ánægður. Ég hef verið að spjalla við fólk og sinna hlutum í einkalífinu sem ég hef ástríðu fyrir eins og að fara í leikhús, á listasöfn og lesa bækur," sagði Allegri en hann segist vera að læra ensku.

„Ég er á námskeiði hér í Milanó. Ég get talað nokkuð vel en á erfiðara með að hlusta."

„Ef ég er að tala við einhvern þá hjálpar það mér ef hann talar hægt því þá get ég skilið hann. Ég horfi á bíómyndir á ensku og ef ég les eitthvað á ensku þá skil ég það vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner