Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Sancho gæti verið á leið aftur til Dortmund í skiptidíl
Fer Sancho aftur til Dortmund?
Fer Sancho aftur til Dortmund?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum þýska miðilsins BILD er Borussia Dortmund að undirbúa tilboð i Jadon Sancho, leikmann Manchester United og er tilbúið að senda hollenska sóknarmanninn Donyell Malen í skiptum.

Sancho, sem er 23 ára gamall, var keyptur til United frá Dortmund fyrir tveimur árum.

Englendingurinn var einn heitasti leikmaður Evrópu og miklar væntingar gerðar til hans. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér og situr nú í frystikistunni eftir að hafa gagnrýnt Erik ten Hag, stjóra félagsins, á samfélagsmiðlum.

United er reiðubúið að losa sig við Sancho og þá er Dortmund líklegasti áfangastaðurinn, en þýska félagið undirbýr nú tilboð sem myndi senda Donyell Malen í skiptum fyrir Sancho.

Draumur Malen er að spila á Englandi og þá er United áhugasamt um leikmanninn.

Malen hefur ekki verið fastamaður í liði Dortmund á tímabilinu, en hann hefur samt sem áður komið að sjö mörkum í 18 leikjum til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner