Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 07. janúar 2020 14:14
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig fær tilboð frá FC Kaupmannahöfn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur fengið tilboð frá dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Ragnar spilaði með FCK við góðan orðstír á árunum 2011 til 2014 en hann er í miklum metum hjá félaginu.

Hinn 33 ára gamli Ragnar samdi um starfslok hjá Rostov í Rússlandi á dögunum og hann er nú að skoða næstu skref.

Ragnar hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Trabzonspor í Tyrklandi.

Ragnar á 94 landsleiki að baki en það skýrist á næstunni hvert næsta skref hans á ferlinum verður.

FC Kaupmannahöfn er í 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Midtjylland en boltinn byrjar að rúlla aftur í Danmörku um miðjan febrúar eftir vetrarfrí.
Athugasemdir
banner
banner
banner