Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   þri 07. janúar 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Scott Sinclair á leið til Preston
Scott Sinclair, kantmaður Celtic, er á leið til Preston North End í Championship deildinni.

Celtic er í æfingaferð í Dubai en Sinclair æfði ekki með liðinu í dag og líklegt er að hann fljúgi til Englands í vikunni til að ganga frá samningum við Preston.

Hinn þrítugi Sinclair hefur skorað 62 mörk í 167 leikjum með Celtic og unnið átta titla en hann hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili.

Sinclair er einn af launahæstu leikmönnum Celtic en samingur hans rennur út næsta sumar.

Preston er í 10. sæti í Championship deildinni, tveimur stigum frá sæti í umspili.
Athugasemdir
banner