Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 07. janúar 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Diljá um lífið í Svíþjóð: Erfitt þegar við bæði vorum á bekknum
Diljá Ýr Zomers
Diljá Ýr Zomers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers átti afar gott tímabil með sænska liðinu Häcken í Svíþjóð en hún og kærasti hennar, Valgeir Lunddal Friðriksson, búa saman í Gautaborg. Þau þurftu að setja reglu um að taka vinnuna ekki með sér heim.

Häcken er eitt besta lið Svíþjóðar í kvennaboltanum og varð deildarmeistari árið 2020 en hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð. Hún þurfti að hafa mikið fyrir því að koma sér í liðið en það komu kaflar þar sem hún sat á tréverkinu.

Sama sagan var með Valgeir sem spilaði með karlaliðinu en hann þurfti meira og minna að sitja á bekknum. Hann byrjaði fyrstu tvo leikina en eftir það fékk hann nokkrar mínútur af og til þegar leið á sumarið.

Það gat því verið erfitt fyrir þau bæði að koma heim eftir æfingar og leiki, en í stað þess að fara í heitar umræður um fótboltann var sett á regla á heimilinu.

„Ég held að maður hafi ekki áttað sig nóg á þessu. Þetta var ótrúlega venjulegt, sjúklega gaman og ógeðslega næs. Svíþjóð er geggjað og gott að vera með Valgeir með sér. Þetta fór svolítið fram úr væntingum," sagði Diljá við Fótbolta.net

„Já, þetta var erfitt þegar við bæði vorum sitjandi á bekknum en mögulega að ganga vel ógeðslega vel á æfingum þá var þetta sem erfiðast en við reyndum að setja reglu að þegar við komum heim þá var fótboltinn skilinn eftir svo það væri enginn pirringur og leiðindi og það gekk bara vel."
Tímabilið langt fram úr væntingum - „Erfitt en geggjuð upplifun"
Athugasemdir
banner
banner
banner