Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja að Southgate muni ekki velja Walker aftur í landsliðið
Mynd: Getty Images
Daily Star heldur því fram að Kyle Walker muni ekki spila aftur fyrir enska landsliðið meðan Gareth Southgate er við stjórnvölinn og hafa fleiri enskir miðlar tekið undir.

Walker er þrítugur varnarmaður sem leikur fyrir Englandsmeistara Manchester City og á 48 A-landsleiki að baki. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Englands sem komst í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum en hefur fengið minni spiltíma að undanförnu þar sem ungstirnin Trent Alexander-Arnold og Aaron Wan-Bissaka hafa verið að gera góða hluti í enska boltanum.

Southgate er brjálaður yfir hegðun Walker í mars, þegar hann bauð tveimur vændiskonum heim til sín þrátt fyrir að vera í einangrun. Southgate er sérstaklega reiður vegna þess að hann býst við að landsliðsmenn hagi sér sem fyrirmyndir.

Búist er við að Walker fái 250 þúsund punda sekt frá Man City fyrir hegðun sína og að peningurinn verði notaður í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Sjá einnig:
Walker sagður hafa boðið vændiskonum heim í einangruninni
Kyle Walker og Man City gefa út yfirlýsingar vegna skandalsins
Athugasemdir
banner
banner
banner