Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. apríl 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Tveir frá Gladbach til Liverpool?
Powerade
Denis Zakaria er orðaður við Liverpool.
Denis Zakaria er orðaður við Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sancho er áfram orðaður við Manchester United.
Sancho er áfram orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Þónokkrar góðar kjaftasögur eru í kringum ensku slúðurblöðin í slúðurpakka dagsins.



Bjartsýnin verður alltaf meiri og meiri hjá Manchester United um að félagið nái að krækja í Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund í sumar. (Standard)

Barcelona vill fá Lautaro Martinez (22) framherja Inter. Manchester City og Real Madrid hafa líka áhuga. (Marca)

Wolves ætlar ekki að selja Adama Traore (24) fyrir minna en 70 milljónir punda. Traore hefur verið orðaður við Liverpool. (Football Insider)

Arsenal vill fá Unai Nunez (23) varnarmann Athletic Bilbao í sínar raðir í sumar. Nunez er með riftunarverð í samningi sínum upp á 26 milljónir punda. (La Razon)



Liverpool, Manchester City og Manchester United hafa spurst fyrir um Ferran Torres (20) kantmann Valencia. (Goal)

Arsenal hefur blandað sér í baráttuna um Houssem Aouar (21) miðjumann Lyon en Manchester City og Liverpool vilja líka fá hann. (Sun)

Jesse Lingard (27) hefur engan áhuga á að fara frá Manchester United í sumar en hann hefur verið orðaður við Arsenal og Everton. (Metro)

Liverpool er að íhuga að fá Denis Zakaria miðjumann Gladbach og liðsfélaga hans, framherjann Marcus Thuram. (Express)

Massimo Moratti, forseti Inter, segir að félagið geti óvænt krækt í Lionel Messi (32) frá Barcelona í sumar. (Mirror)

Olivier Giroud (33) hefur rætt um nýjan samning við Chelsea. (Football.London)

Chelsea ætlar að berjast við Arsenal um varnarmanninn Jerome Boateng en hann er að renna út af samningi hjá Bayern Munchen eftir eitt ár. (Mail)

RB Leipzig hefur beðið varnarmanninn Dayot Upamecano að endurskoða ákvörðun sína um að fara í sumar. Upamecano (21) hefur verið orðaður við Arsenal. (Sun)

Serge Aurier (27) hægri bakvörður Tottenham vill enda feril sinn hjá sínu gamla félagi PSG. (Canal+)
Athugasemdir
banner
banner
banner