fös 07. maí 2021 10:30
Victor Pálsson
Haaland fer ekki á minna en 150 milljónir
Mynd: Getty Images
Erling Haaland verður ekki seldur frá Borussia Dortmund fyrir minna en 150 milljónir punda.

Þetta segir Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky Sports, en Haaland er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu.

Solhekol segir að Haaland muni ekki fara fyrir minn en 150 milljónir jafnvel þó Dortmund komist ekki í Meistaradeildina.

Haaland er 20 ára gamall framherji sem hefur skorað 38 deildarmörk í 48 leikjum í Þýskalandi.

Ljóst er að það eru ekki mörg lið sem geta borgað 150 milljónir punda en Paris Saint-Germain gæti verið eitt af þeim.

Manchester City gæti einnig reynt að fá leikmanninn en óvíst er hvenær Norðmaðurinn færir sig um set.
Athugasemdir
banner
banner
banner