Franski varnarmaðurinn, Chloe Froment, leikmaður Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna, meiddist illa snemma leiks gegn HK/Víkingi í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar í lok síðasta mánaðar
Nú er það orðið ljóst að Froment sleit fremra krossband og verður því ekkert meira með Fylkisliðinu á þessu tímabili.
Nú er það orðið ljóst að Froment sleit fremra krossband og verður því ekkert meira með Fylkisliðinu á þessu tímabili.
Chloe sem er frá Lyon í Frakklandi spilaði í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún gerði það gott með Long Beach State. Hún er 23 ára gömul og lék einnig með yngri landsliðum Frakklands á sínum tíma.
Þetta er slæm tíðindi fyrir Fylki en þetta var fyrsti leikurinn sem hún byrjaði inná með Fylki en hún var að koma til baka eftir meiðsli.
Fylkir er í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sex stig að loknum fimm umferðum. Liðið heimsækir Val í 6. umferðinni í kvöld.
Athugasemdir