Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 07. júní 2022 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin í dag - England heimsækir Þýskaland
Það eru alls sex leikir á dagskrá í Þjóðadeildinni í dag og er stórleikur í Þýskalandi þar sem heimamenn taka á móti Englendingum.

Þessi lið mættust í átta-liða 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fyrra og þá voru það Englendingar sem höfðu betur. Þjóðverjar hafa harma að hefna í kvöld.

England tapaði á móti Ungverjalandi um liðna helgi og verður áhugvert að sjá hvernig fer í kvöld. Ítalía og Ungverjaland mætast einnig í sama riðli og hefjast báðir leikirnir klukkan 18:45.

Einnig er spilað í B-deild og C-deild og má sjá alla leikina sem eru í dag hér fyrir neðan.

þriðjudagur 7. júní

UEFA NATIONS LEAGUE A: Group Stage
18:45 Þýskaland - England
18:45 Ítalía - Ungverjaland

UEFA NATIONS LEAGUE B: Group Stage
16:00 Finnland - Svartfjallaland
18:45 Bosnía og Hersergóvína - Rúmenía

UEFA NATIONS LEAGUE C: Group Stage
18:45 Færeyjar - Lúxemborg
18:45 Litháen - Tyrkland
Athugasemdir
banner