Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 18:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ráðist á stuðningsmenn West Ham - Þrjátíu manns handteknir
Stuðningsmenn West Ham í Prag
Stuðningsmenn West Ham í Prag
Mynd: EPA

Þrjátíu manns voru handteknir í Prag í dag þegar fjöldi manna réðst á stuðningsmenn West Ham sem voru í rólegheitum að drekka bjór á bar í miðborginni.


Aðrir stuðningsmenn West Ham blönduðu sér í átökin og á eftir þeim fylgdi lögreglan.

Þrír menn slösuðuðst ásamt einum lögreglumanni.

„Ítalskir stuðningsmenn réðust á stuðningsmenn West Ham og slösuðu þrjá, einnig var ráðist á einn lögreglumann," segir í yfirlýsingu lögreglunnar sem greinir frá því að 16 manns gista fangaklefa og rannsókn á málinu sé í fullum gangi.

Vitni segir að um 5-10 ítalska stuðningsmenn hafi verið að verki og hafi verið með einhverskonar vopn í hendi. Fjölskyldur leikmanna West Ham urður fyrir árás stuðningsmanna AZ Alkmaar undir lok seinni undanúrslitaleik liðanna.

Talið er að yfir 20 þúsund stuðningsmenn West Ham hafi ferðast til Prag en meiri hluti þeirra er ekki með miða á leikinn í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner