Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einn úr meistaraliðinu 2016 yfirgefur Leicester (Staðfest)
Markinu gegn Club Brugge fagnað.
Markinu gegn Club Brugge fagnað.
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag var greint frá því að Jamie Vardy hefði framlengt samning sinn við Leicester. Nú hefur verið greint frá því að Jannik Vestergaard hafi sömuleiðis gert það. Vestergaard er danskur miðvörður sem fékk ekki mörg tækifæri þegar liðið var í úrvalsdeildinni en var í stóru hlutverki í vetur.

Á sama tíma var greint frá því að þeir Marc Albrighton, Kelechi Iheanacho og Denis Praet væru allir farnir frá félaginu en samningar þeirra renna út í lok mánaðar.

Albrighton hefur verið í áratug hjá Leicester en hann var hluti af meistaraliðinu 2016 en þá vann Leicester úrvalsdeildina mjög óvænt. Hann er 34 ára og lék 313 leiki í öllum keppnum með Leicester. Hann skoraði fyrsta Meistaradeildarmark í sögu félagsins árið 2016 gegn Club Brugge.

Nígeríumaðurinn Iheanacho kom til Leicester frá Manchester City fyrir sjö árum og skoraði 61 mark fyrir félagið. Belginn Praet hefur verið hjá Leicester síðan 2019.

Leicester er í viðræðum við Wilfred Ndidi um nýjan samning en samningur hans rennur út í lok mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner