Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hirving Lozano til San Diego FC (Staðfest)
Mynd: EPA

Hirving Lozano hefur skrifað undir fjögurra ára samning við San Diego FC í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Liðið er nýtt á nálinni og mun hefja sitt fyrsta tímabil á næsta ári.


Lozano er 28 ára gamall landsliðsmaður Mexíkó og kemur frá PSV í Hollandi. Hann mun byrja næsta tímabil á láni hjá PSV og ganga síðan til liðs við San Diego í janúar á næsta ári.

Hann er uppalinn hjá Pachua í heimalandinu og gekk til liðs við PSV árið 2017. Hann færði sig síðan til Ítalíu árið 2019 og skrifaði undir hjá Napoli.

Hann snéri aftur til PSV síðasta sumar og spilaði 33 leiki og skoraði 6 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner