sun 07. júlí 2013 12:35
Brynjar Ingi Erluson
Alonso aftur til Liverpool - Defoe til Stoke
Powerade
Xabi Alonso gæti farið aftur til Liverpool
Xabi Alonso gæti farið aftur til Liverpool
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því að opinbera slúðurpakka dagsins en að vanda er það BBC sem sér um að taka saman allt helsta slúðrið úr ensku götublöðunum.

Thiago Alcantara, leikmaður Barcelona, mun að öllum líkindum ganga til liðs við Manchester United í þessari viku fyrir 17 milljónir pudna og mun hann í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning. (Observer)

Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Wayne Rooney, framherja Manchester United, en bæði lið hafa einnig spurst fyrir um Luis Suarez hjá Liverpool. (Sunday Mirror)

Tottenham ætlar sér að fá Christian Benteke frá Aston Villa og þá er félagið reiðubúið til þess að bíða þangað til eftir komandi leiktíð til þess að fá hann. (Sun)
Nani, leikmaður Manchester United, gæti gengið til liðs við AS Roma í sumar samkvæmt umboðsmanninum hans, Jorge Mendes. (Metro)

Liverpool gæti fengið Xabi Alonso frá Real Madrid, en hann er falur fyrir 10 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Sunderland hefur komist að samkomulagi um kaup á Gino Peruzzi, 21 árs gömlum varnarmanni Velez í Argentínu. (Shields Gazette)

Stoke City hefur áhuga á Jermain Defoe, framherja Tottenham, en Mark Hughes, stjóri Stoke vill sameina krafta hans og Peter Crouch á ný. (Sunday People)

Alvaro Negredo mun ganga til liðs við Manchester City í þessari viku, en kaupverðið er talið nema um 20 milljónum punda. (Mail on Sunday)

Norwich City vill fá Nick Powell frá Manchester United á lánssamning. (Sun)

Arsenal hefur hafið viðræður við Arsene Wenger, en félagið vill að franski stjórinn framlengi samning sinn. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner