Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. september 2020 09:09
Elvar Geir Magnússon
Ward-Prowse: Var bara að tefja framkvæmdina á víti Íslands
Icelandair
Ward-Prowse í leiknum.
Ward-Prowse í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski landsliðsmaðurinn James Ward-Prowse hefur svarað ummælum Roy Keane en sá írski segir að miðjumaðurinn hafi svindlað áður en Birkir Bjarnason tók vítið um helgina.

Ward-Prowse traðkaði á vítapunktinum sjálfum áður en Birkir tók skotið. Eins og frægt er þá skaut Birkir yfir markið og England fagnaði 1-0 útisigri örskömmu síðar.

„Þetta kallast að svindla. Ég vil ekki sjá þetta. Þetta er ekki leyfilegt," sagði Keane sem var sérfræðingu í sjónvarpssal í kringum leikinn.

Ward-Prowse segist aðeins hafa verið að tefja það að vítaspyrnan yrði framkvæmd.

„Ég var ekki að traðka á vítapunktinum, ég var bara að hugsa um að tefja það að spyrnan yrði framkvæmd. Þetta voru nokkrar brjálæðislegar mínútur. Við vorum nýbúnir að skora mark sem við töldum að yrði sigurmarkið og skyndilega fengum við á okkur vítaspyrnu. Þetta var bara taktík til að allir næðu að skrúfa hausinn aftur á og búa sig undir vítið," segir Ward-Prowse. „Sem betur fer féll þetta með okkur."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ward-Prowse traðkar á vítapunktinum en hann hefur sést leika sama leik í leikjum fyrir félagslið sitt Southampton.


Athugasemdir
banner
banner
banner