Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 07. september 2021 15:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa aftur í Grafarvoginn? - Ásatug að ljúka
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gústi mættur á leik Fjölnis og Aftureldingar í ágúst. Við hlið hans er Kristófer Sigurgeirsson.
Gústi mættur á leik Fjölnis og Aftureldingar í ágúst. Við hlið hans er Kristófer Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudag var tilkynnt að Ásmundur Arnarsson myndi hætta sem þjálfari Fjölnis eftir þetta tímabil. Ási er á sínu þriðja sumri sem þjálfari Fjölnis en hann hann þjálfaði liðið einnig tímabilin 2005-2011. Fjölnir féll úr efstu deild síðasta sumar.

Fjölnir er sem stendur í fjórða sæti Lengjudeildarinnar og á enn veika von um að fara upp. Liðið mætir ÍBV í dag og þarf að vinna þann leik til að halda í vonina um sæti í efstu deild að nýju.

Sögur hafa heyrst að Ágúst Gylfason sé að snúa aftur í Grafarvoginn eftir nokkra ára fjarveru. Gústi lék með Fjölni á árunum 2008 og 2009 og tók svo við sem aðalþjálfari árið 2012. Hans síðasta tímabil sem þjálfari Fjölnis var árið 2017 en síðan hefur hann þjálfað Breiðablik og Gróttu.

Þegar Ási hætti með Fjölni síðast tók einmitt Gústi við sem þjálfari meistaraflokks. Fótbolti.net ræddi við Kolbein Kristinsson, formann Fjölnis, og spurði út í þjálfaramálin.

Ási er að hætta, er það út af árangri eða er hann að leita eitthvað annað?

„Við höfum ekki spurt út í hvað menn gera eftir að tímanum líkur hérna. Báðum aðilum fannst vera kominn tími á breytingar, búið að vera gott samstarf og ég held að þetta sé tíunda árið hans, áratugur. Við í Grafarvoginum erum komin með nýtt heiti, það er ekki áratugur heldur Ásatugur, smá fimmaurabrandari."

„Við mátum það þannig að báðir aðilar væru búnir að uppfylla sínar skyldur í samningnum og hann er á enda, það er ágætt að breyta til,"
sagði Kolbeinn.

Vonbrigði að vera ekki nær þessu
Þið stefnduð á að fara upp, eruði svekktir með árangurinn?

„Já, í sjálfu sér má alveg segja það. Það er ennþá stærðfræðilegur möguleiki, við eigum ÍBV á eftir og maður veit aldrei. Þeir eru búnir að vera í smá leikjatörn, verið í smá covid-baráttu. En jú, heilt yfir eru smá vonbrigði að vera ekki nær þessu en þetta."

„Við vissum samt að í þessari deild ætluðu sér 6-7 lið það sama og berjast um tvö sæti. Það eru liðin sem eru ekki að ná markmiðum sínum sem eru öll búin að setja út svipaðar tilkynningar með þjálfaramálin; Grótta, Grindavík og við. Þetta eru liðin sem vildu vera ennþá ofar."


Engar viðræður hafnar - Stór vika hjá Fjölni
Maður er að heyra að það sé möguleiki á að Ágúst Gylfason taki við sem þjálfari liðsins. Eru einhverjar viðræður í gangi?

„Í sannleikanum sagt höfum við ekki hafið neinar viðræður. Það eru ellefu dagar eftir af mótinu og okkur liggur ekki lífið þannig á. Við ætluðum að klára þessa næstu tvo leiki og svo kemur þetta allt í kjölfarið."

„Það er stór vika núna í knattspyrnudeildinni hjá Fjölni; stelpurnar eiga úrslitaleik í 2. deild, karlaliðið á leik gegn ÍBV, 2. flokkurinn er á barmi þess að verða Íslandsmeistari og Vængirnir eru að spila úrslitaleik í dag í 4. deidlinni og við ákváðum að klára þessi verkefni fyrst,"
sagði Kolbeinn að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir