Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. september 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er rosalega auðvelt að brenna leikmenn"
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen hefur komið öflugur inn í íslenska landsliðshópinn.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark er hann jafnaði metin gegn Norður-Makedóníu síðasta sunnudag.

Það er mikið talað um Andra þar sem hann er af miklum fótboltaættum; faðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen og afi hans er Arnór Guðjohnsen.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í Andra Lucas á fréttamannafundi og hvort hann myndi byrja á móti Þýskalandi á morgun.

„Andri Lucas getur alveg byrjað á morgun. Eins og ég hef sagt oft, þá verðum við að passa upp á þessa drengi - að þeir fái mínúturnar á réttum tíma, undir réttum kringumstæðum. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er hjá A-landsliði karla, það eru alltaf góðir leikmenn í hinu liðinu og við verðum að stýra þessum ungu drengjum rétt, álagslega séð, leiklega séð og taktísklega séð inn í framtíðina," sagði Arnar.

„Það er rosalega auðvelt að brenna leikmenn; henda þeim í djúpu laugina nógu oft þangað til þeir verða þreyttir. Við reynum að taka mjög markvissar ákvarðanir með alla þessa drengi."

„Til þess að geta litið til framtíðar, þá þurfum við að stýra þessum drengjum frá A-Ö gagnvart leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner